Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samráðsferli vegna framkvæmda

Smelltu á mynd til að stækka

Góð sátt þarf að ríkja um nýjar línuleiðir. 

Undirbúningur nýrra flutningsmannvirkja tekur yfirleitt mörg ár. Á þessum tíma gefast almenningi, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum mörg tækifæri til að hafa áhrif á gang mála.

Fjölbreyttar forsendur

Ákvarðanir á undirbúningsferli framkvæmda þurfa að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Áður en línuleið er ákveðin fara fram margháttaðar rannsóknir til að meta ólíkar álagsforsendur, t.d. vegna ísingar- og vindálags, seltu og eldingarhættu. Ákvarðanirnar verða einnig að taka mið af tækniþróun á hverjum tíma, umhverfismálum og þörfum samfélagsins. Sem best sátt þarf að ríkja um línuleiðir sem eru tækni- og rekstrarlega mögulegar og fjárhagslega forsvaranlegar. Línuleiðin þarf að liggja þannig að sjónræn áhrif vegna hennar verði sem minnst.

Opinber leyfi

Áður en lagning nýrrar háspennulínu getur hafist þurfa að liggja fyrir margvísleg leyfi frá opinberum aðilum í samræmi við lög og reglur sem um slíkar framkvæmdir gilda. Umfangsmikið samráð er við fjölmarga hagsmunaaðila, bæði á undirbúnings- og framkvæmdastigi. Þannig er náin samvinna t.d. við sveitarfélög vegna skipulagsáætlana. Við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda gefast almenningi, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum einnig tækifæri til að hafa áhrif á þróun mála. Loks má nefna að sækja þarf um opinbert framkvæmdaleyfi.Sjá nánari umfjöllun um samningagerð vegna framkvæmda