Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýframkvæmdir

Fljótsdalslína í byggingu Smelltu á mynd til að stækka

Fljótsdalslína í byggingu.

Það er stefna Landsnets að lágmarka óæskileg áhrif starfseminnar á umhverfið og því hefur fyrirtækið markað sér sérstaka umhverfisstefnu vegna framkvæmda. Með henni er stuðlað að því að umhverfisröskun á byggingartíma verði í lágmarki og frágangur við verklok til fyrirmyndar.

Til að framfylgja stefnunni hafa eftirfarandi markmið verið skilgreind: 

  • Engin umhverfisslys verði á verktíma, þar með talin engin óstýrð losun óæskilegra efna.
  • Ekki verði rask fyrir utan þau svæði sem skilgreind eru sem framkvæmdasvæði. 
  • Innan framkvæmdasvæðis verði tekið tilliti til lífríkis eins og kostur er og raski haldið í lágmarki. 

Þessar áherslur eru hluti af útboðsgögnum Landsnets vegna verklegra framkvæmda. Þess er krafist að ráðgjafar og verktakar, sem taka þátt í verkefnum á vegum Landsnets, fylgi umhverfisstefnunni og taki tillit til umhverfisins í hvívetna. Landsnet og opinberir aðilar hafa eftirlit með því að ákvæðum samninga sé fylgt á framkvæmdatíma.

Umhverfisúttektir

Til að tryggja að frágangur á framkvæmdasvæði sé í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins hefur Landsnet tekið upp það verklag að fram fer sérstök umhverfisúttekt í lok framkvæmda. Að henni koma fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. sveitarfélaga, landeigenda og opinberra aðila.


Allar nánari upplýsingar er varða verkefni í framkvæmd er að finna hér